Næsti fundur í kjaraviðræðunum

skrifað 01. jún 2015
Snorri Ingason

Fyrsti samningafundur Félags leiðsögumanna hjá ríkissáttasemjara var haldinn í dag., föstudaginn 29. maí. Kjaranefnd FL undir forystu Snorra Ingasonar formanns nefndarinnar mætti þar fullskipaðri samninganefnd SA, en þrátt fyrir það fengum við ekkert tilboð um launahækkun frá þeim , eins og búist hafði verið við. Þeir sögðust ekki geta lagt fram tilboð til Félags leiðsögumanna fyrr en búið væri að ganga frá samningum þeim sem unnið hefði verið að í Karphúsinu að undanförnu. Ákveðið var að næsti samningafundur hjá ríkissáttsemjara verði þriðjudaginn 9. júní eftir hádegi.