NORRÆN TRÚ uppruni, áhrif, örlög - Námskeið EHÍ

skrifað 28. feb 2019
Norraen_tru_1000

Á námskeiðinu er fjallað um:
• Uppruna og þróun norrænna trúarbragða.
• Frumheimildir um norræna trú, bæði ritaðar heimildir og fornleifar.
• Landfræðilegt, sögulegt og félagsfræðilegt samhengi heimildanna.

Námskeiðið er 3 kvöld milli 20:00 og 22:00.
Hvenær: mán. 25. mars, 1. og 8. apríl
Kennsla: Ólöf Bjarnadóttir, MA í norrænni trú við Háskóla Íslands
Hvar: Endurmenntun, Dunhaga 7.
Verð: 19.300 kr í snemmskráningu / almennt verð 21.300 kr.
SNEMMSKRÁNING TIL OG MEÐ 15. MARS
Minnum á nauðsyn þess að snemmskrá sig á námskeið EHÍ til þess að hægt sé að sjá hvort næg þáttaka náist til að halda námskeiðin

Athugið! Þetta námskeið er aðeins ætlað leiðsögumönnum í Leiðsögn - Stéttarfélagi Leiðsögumanna. Námskeiðið er einnig í boði í gegnum fjarfundakerfið Zoom fyrir þá sem kjósa að sitja námskeiðið að hluta eða að fullu í gegnum fjarfundabúnað.

Nánar um námskeiðið
Allir þekkja sögur um Óðinn, Þór, Frigg, Freyju og Loka. Flestir kannast Valhöll, Bifröst og Yggdrasil. Sumir hafa lesið um æsi og vani, blót og seið. Færri vita hvaðan þessi trúarbrögð komu og hver voru megineinkenni þeirra eða hvaða heimildir eru til í dag um átrúnað manna til forna. Á þessu námskeiði verður heiðið trúarlíf manna á norðurslóðum tekið fyrir og fjölbreyttar heimildir um það skoðaðar í sögulegu samhengi.

Þær heimildir sem til eru um trúarbrögð manna á Norðurlöndum fyrir kristnitökuna (ca. 800-1100) benda til þess að mismunandi aðstæður svo sem umhverfi, veðurfar, samgöngur og frjósemi jarðar hafi haft mótandi áhrif á trúarlíf fólks. Fjölbreytileiki milli svæða hafi því verið mikill, enda mikill munur á þörfum manna sem búa á flatlendi Danaveldis, í uppsveitum Íslands eða við bratta dali Noregsstrandar. Þó er ljóst að sameiginlegur trúarlegur grunnur hafi verið til staðar á þessum svæðum, menn þekktu sömu goð, gyðjur og yfirnáttúrulegar verur þó að virðing, dýrkun og áhrif þeirra hafi verið mismikil milli svæða. Einnig er ljóst að seiður, einhverskonar sjamanismi og örlagatrú virðast hafa gegnt lykilhlutverkum í lífi manna.

Á námskeiðinu verða þessir trúarlegu þættir kannaðir. Meðal annars verður stuðst við rannsóknir á hellaristum, rúnasteinum, hýbýlum og öðrum fornleifum. Þá verða lesnar lýsingar á norrænum trúarathöfnum í rituðum heimildum eftir forna fræðimenn svo sem Tacitus, Adam frá Brimum og Saxo Grammaticus. Að lokum verður efni úr fornritum Íslendinga svo sem Eddukvæðunum, Konungasögunum og nokkrum Íslendingasögum nýtt til að varpa frekara ljósi á trúarbrögðin.

Ávinningur þinn:
• Grunnþekking á uppruna norrænna trúarbragða.
• Að geta skýrt frá þróun þeirra og sett í sögulegt samhengi.

Fyrir hverja:
Námskeiðið er hugsað fyrir leiðsögumenn sem vilja kynna sér sögu og þróun heiðinna trúarbragða. Þá sem vilja geta svarað spurningum ferðamanna um trúarbrögð norrænna manna til forna, uppruna þeirra og samfélagsleg áhrif.

Aðrar upplýsingar:
Námskeiðið fer einnig fram í gegnum fjarfundakerfið ZOOM. Þátttakendur þurfa að vera með nettengda tölvu, vefmyndavél, hljóðnema og góða ADSL eða ljósnet/leiðara tengingu. Mælt er með að þátttakendur noti Chrome eða Firefox vafra.

Föstudaginn 22. mars kl. 11:30 fer fram prufa á búnaði og ZOOM kerfinu fyrir þá þátttakendur sem það vilja.
Slóð námskeiðsins verður sent á það netfang sem þátttakandi hefur gefið upp við skráningu.

Skráning fer fram hér:

Einnig má sjá önnur áhugaverð námskeið í boði EHÍ hér