Munu erlendir ferðamenn hverfa eins og síldin?

skrifað 16. nóv 2015
Ferðamenn 6

Greiningardeild Arion banka hefur tekið saman áhugaverðar upplýsingar um ferðaþjónustuna.
Eins og greiningardeildin hefur fjallað um erum við um þessar mundir nálægt þolmörkum er varða t.d. ýmsa innviði og vinnumarkaðinn, og geta slíkir þættir hægt talsvert á vexti. Þó virðist sem ekki sé sérstök ástæða til að ótttast stórkostlega fækkun ferðamanna á næstunni, hvort sem horft er til rannsókna eða þróunar í öðrum löndum, þó vissulega þurfi að vera á varðbergi.
Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvað það er sem hefur áhrif á ferðalög til tiltekinna áfangastaða. Heilt yfir koma helstu áhrifaþættirnir ekki á óvart. Innviðir, ekki síst samgönguinnviðir, skipta talsverðu máli, auk þess sem tekjur ferðamannanna sjálfra hafa áhrif.
Hér má skoða markaðspunkta greiningardeildar Arion banka nánar.