FRESTAÐ - Minnum á fræðslufund félagsins

skrifað 07. nóv 2018

Fræðslufundurinn sem átti að fara fram í kvöld, verður frestað vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Auglýsum breyttann tíma bráðlega - afsökum ónæðið sem þetta kann að valda.

Stafræn upplýsingaveita Veðurstofu Íslands

Fimmtudagskvöldið 8. nóvember mun Haukur Hauksson samskiptastjóri á Veðurstofu Íslands fjalla um stafræna upplýsingaveitu Veðurstofunnar. Verið er að móta stefnu Veðurstofunnar í þessum efnum, en stór hluti þess er stafræna upplýsingaveitan. Rýnisvinna er að fara af stað þar sem m.a. er reynt að afla upplýsinga og viðbragða frá notendum. Sjónarmið leiðsögumanna geta því væntanlega komið þar að góðum notum. Hér er kjörið tækifæri til að kynnast áformum Veðurstofunnar og hafa eitthvað um þau að segja.

Fundastaður: Stórhöfði 25, efsta hæð
**Fundartími: fimmtudagur 8. nóvember kl. 20. **

Fræðslu og skólanefnd