Merkið sem líkir eftir félagsmerkinu

skrifað 04. apr 2016
leiðsögumannaskjölduinn 2

Sagt var frá því hér á vefsíðu Félags leiðsögumanna þann 26. janúar s.l. að fólk væri að störfum í leiðsögn með merki sem væri sláandi líkt merki Félags leiðsögumanna, Stjórn félagsins tók málið til athugunar og í kjölfarið var ákveðið að fela lögmannsþjónustunni Logos að sjá um málið. Til að upplýsa félagsmenn um stöðu mála þá ritaði lögmannsstofan þeim sem var að dreifa merkinu bréf þar sem bent var á að um eftirlíkingu af merki félagsins væri að ræða og þar af leiðandi væri það ólöglegt. Viðkomandi var einnig beðinn um að innkalla öll merkin strax, og komast þannig hjá frekari aðgerðum. Eftir því sem stjórnin kemst næst var farið að þessari beiðni og ólöglegu ,,eftirlíkingarmerkin” eiga því alls ekki að vera í umferð lengur. Félagsmenn sem sjá merkin í umferð mega gjarnan benda viðkomandi á þessa staðreynd.
Síðan hefur félagið fengið vitneskju um að nú gefist fólki kostur á að skila ,,eftirlíkingamerkinu” og fá í staðinn nýtt merki, þ.e. eins og skjöldinn sem er á meðfylgjandi mynd. Félagið hefur upplýst Logos um þessa þróun málsins.

Bryndís Kristjánsdóttir

Myndin af nýja merkinu er fengin af: www.facebook.com/leidsogumannamerkid