Menningarferð um Grandann

skrifað 10. okt 2017
hvalasafnið

Það var áhugasamur hópur rúmlega 30 leiðsögumanna sem lagði land undir fót síðastliðinn laugardag til að kynna sér sitthvað af því sem stendur til boða á Grandanum í Reykjavík. Fyrst var safnast saman í norðuljósamiðstöðinni Aurora Reykjavík þar sem Ólafur Haraldsson tók á móti hópnum og sagði frá starfseminni. Þá var farið um borð í varðskipið Óðin og sýningar Sjóminjasafnsins skoðaðar, en þaðan var svo haldið á hvalasýninguna Whales og Iceland. Ferðinni lauk svo með heimsókn í Marshall-húsið þar sem skoðaðar voru listsýningar í Nýlistasafninu, Kling og Bang og á vinnustofum Ólafs Elíassonar. Að lokinni afar áhugaverðri ferð undir styrkri stjórn Guðnýjar Margrétar Emilsdótturs átti stór hluti hópsins notalega samverustund á Marshall-veitingahúsinu þar sem umræður fóru á flug um allt milli himins og jarðar.