Matarkarfan hækkar

skrifað 23. sep 2014
Rvk

Vörukarfan hefur hækkað hjá 9 verslunum af 14. Vörukarfan lækkaði hins vegar hjá Nettó eða um 2,1%. Mesta hækkunin á þessu tímabili er 2,9% hjá Samkaupum-Strax og 1,6% hjá Nóatúni.

Það má sjá verðbreytingar í öllum vöruflokkum bæði hækkanir og lækkanir á tímabilinu, en áberandi eru miklar sveiflur á verði grænmetis og ávaxta, kjötvörum og hreinlætis- og snyrtivörum.