Menntun og starfsundirbúningur leiðsögumanna á Íslandi

skrifað 27. okt 2018

Hver er staðan, hvert stefnir?

Leiðsögn – stéttarfélag leiðsögumanna býður til morgunverðarfundar þar sem kynnt verður greinargerð starfshóps um menntun og starfsundirbúning leiðsögumanna. Fundurinn verður haldinn í Iðnó, föstudaginn 2. nóvember kl. 8.30–10.30. Boðið verður upp á morgunverð frá kl. 8.00.

Dagskrá

Indriði H. Þorláksson, formaður Leiðsagnar:
Setning fundarins. Menntun leiðsögumanna og viðurkenning á starfsheiti þeirra.

Tryggvi Jakobsson, Leiðsögn:
Skýrsla um menntun og starfsundirbúning leiðsögumanna, meginefni og tillögur.

María Guðmundsdóttir, SAF:
Sveigjanleiki náms og reynslu, raunfærnimat í leiðsögunámi.

Snorri Valsson, Ferðamálastofu:
Menntun leiðsögumanna og gæði leiðsagnar sem hluti af gæðakröfum ferðaþjónustu.

Einar Torfi Finnsson, fjallaleiðsögumaður:
Umhverfismál, verndun náttúru- og menningarminja af sjónarhóli leiðsögumanna.

Jakob S. Jónsson, Leiðsögn:
Öryggismál ferðaþjónustu og starfsundirbúningur leiðsögumanna.

Sólveig Nikulásdóttir, Iceland Travel:
Starfsemi erlendra ferðaþjónustufyrirtækja og leiðsögumanna á Íslandi.

Samantekt og helstu niðurstöður.

Fundarstjóri er Herdís Hallvarðsdóttir útgefandi og leiðsögumaður.

Til þess að hægt sé að áætla veitingar eru áhugasamir beðnir um að skrá sig með því að senda tölvupóst á skrifstofu félagsins info@touristguide.is