MANNAMÓT MARKAÐSSTOFANNA 2015

skrifað 08. jan 2015
Vetrarmynd

Mannmót markaðsstofanna er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Ísland hefur mikið upp á að bjóða og Mannamót hjálpa til við að mynda tengsl innan ferðaþjónustunnar. Gestum á Mannamótum gefst kostur á kynna sér það sem mismundi landshlutar eru að bjóða uppá með sérstaka áherslu á vetrarferðamennsku. Markaðsstofur landshlutanna setja upp vinnufundinn Mannamót í Reykjavík í annað sinn fyrir samstarfsfyrirtæki sín 22. janúar 2015 kl. 11-17 í flugskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli.
Skráning fer fram á heimasíðu Mannamóta og þar er allar nánari upplýsingar að finna.
Allir ferðaþjónustuaðilar á höfuðborgarsvæðinu eru boðnir velkomnir á Mannamót.
Sjá á http://www.naturaliceland.is