Lokanir á brú yfir skjálfandafljót

skrifað 20. jún 2016

Brúin yfir Skjálfandafljót á Norðausturvegi nr. 85 er orðin ansi lúin. Vegna allra þeirra framkvæmda sem eru í gangi á Húsavík og í kring hefur orðið mikil aukning á þungaflutningi þar um sem veldur því að nauðsynlegt er að ráðast í styrkingar á brúnni til að hún þoli álagið.

Það krefst þess að brúnni sé lokað tímabundið á meðan á framkvæmd stendur.

Brúin verður því lokuð frá 27 júní til 14 júlí á eftirfarandi tímum:
kl: 15-01 á mánudögum
Kl: 13-01 á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum

Meðan lokanir standa yfir er bent á Aðalsdalsveg nr. 845.