Listin að mynda norðurljós

skrifað 17. okt 2014
Norðurljós

Endurmenntun H.Í. endurtekur námskeiðið ,, Listin að mynda norðurljós" vegna mikillar eftirspurnar.
Á námskeiðinu er farið í grunnstillingar myndavélarinnar fyrir norðuljósa- og næturmyndatökur. Farið er yfir praktísk atriði s.s. fókus stillingar, val á þrífæti, fjarstýringum og öðrum aukabúnaði. Til þess að ná að fanga norðuljós á ljósmynd þarf sá sem tekur myndina að hafa grunnskilning á stillingum myndavélarinnar, linsu og jafnframt hvaða aukahluti er gott að hafa til að auka líkurnar á að norðurljósin skili sér á mynd. Á námskeiðinu er fjallað um grunnstillingar myndavélarinnar með tilliti til þess að ljósmynda norðuljós að næturlagi. Dæmi um það sem farið er í eru fókusstillingar, ISO stillingar, lokunarhraði, ljósop. Námskeiðið er sérstaklega ætlað eigendum stafrænna myndavéla með skiptanlegum linsum. Nauðsynlegt er að þátttakendur hafi myndavélarnar með sér á námskeiðið.

Á námskeiðinu er fjallað um: • Lokunarhraða myndavélar. • Fókus • Aukahluti • Ljósop

Ávinningur þinn: • Aukinn skilningur á næturmyndatökum. • Auknar líkur á því að geta myndað norðuljós við misgóðar aðstæður. • Betur upplýst/ur um kosti og galla myndavélarinnar við ýmsar aðstæður.

Kennari verður Ólafur Þórisson

Námskeiðið verður þriðjudaginn 18. nóvember kl. 19:00 - 22:00 í Dunhaga. Það er niðurgreitt af Félagi leiðsögumanna og verðið er 9.900 kr. Skráning hér.