Leiðsögumenn sem starfa sem verktakar eru virðisaukaskattskyldir

skrifað 04. júl 2014
Leiðsögumenn í Hvalfirði 1

Þjónusta sjálfstæðra leiðsögumanna í atvinnuskyni er virðisaukaskattsskyld í 25,5% skattþrepi og skiptir ekki máli hvort þeir selji þjónustu sína til aðila sem hafa með höndum starfsemi undanþegna virðisaukaskatti eða til aðila sem hafa með höndum virðisaukaskattsskylda starfsemi.
Félagið bendir félagsmönnum sem eru verktakar og vilja afla sér nánari upplýsingar að hafa samband við Ríkisskattstjóra. Upplýsingar um verktaka á heimasíðu félagsins er undir kjaramál.
Bæklingur um virðisaukaskatt á rsk.is
Ríkisskattstjóra er heimilt að áætla virðisaukaskatt.

Á.Ó.