Hvernig gerist ég félagsmaður ?

skrifað 08. nóv 2017
Tourist Guide merki

Leiðsögn - Félag leiðsögumanna er stéttarfélag allra sem starfa við leiðsögn ferðamanna á Íslandi sem leiðsögumenn, fararstjórar eða hópstjórar. Skiptir einu hvort um er að ræða almenna eða sérhæfða ferðaleiðsögn, ökuleiðsögn eða aðra tegund leiðsagnar og hvort viðkomandi starfar sem launþegi eða verktaki.

Til þess að gerast félagi í Leiðsögn þarf viðkomandi að:

• að launagreiðandi/einyrki hefji greiðslu stéttarfélagsgjalds til Leiðsagnar
eða
• að skrá sig í félagið á skrifstofu þess, Stórhöfða 25, eða sendi ósk um stéttarfélagsaðild á skrifstofu félagsins: info@touristguide.is *

Stéttarfélagsgjaldið er 1% dregst af heildarlaunum launþega og sama hlutfall af þeim launum sem einyrki reiknar sér fyrir starf sitt. Vegna launþega/einyrkja ber launagreiðanda einnig að greiða 1,25% launa í sjúkrasjóð félagsins, 0,25% launa í endurmenntunarsjóð þess og 0,10% í starfsendurhæfingarsjóð ASÍ. Iðgjald til lífeyrissjóðs skal vera 14% af heildarlaunum. Þar af dragast 4% af launum starfsmanns en 10% greiðast af launagreiðanda.

Við ráðningu í starf við leiðsögn, fararstjórn eða hópstjórn ber launagreiðanda að standa skil á stéttarfélagsgjaldi til Leiðsagnar og iðgjöldum til sjóða félagsins og til lífeyrissjóðs sbr. framangreint. Skal því beint til launagreiðandans að svo verði gert og honum veittar nauðsynlegar upplýsingar sbr. hér á eftir. Sjálfstætt starfandi einyrkjar standa sjálfir skil á greiðslum í samræmi við framangreint.

Greiðsluupplýsingar:
Stéttarfélag: Leiðsögn - Félag leiðsögumanna.
Kennitala: 510772-0249
Aðsetur: Stórhöfði 25, 110 Reykjavík
Sími: 588 8670
Tölvupóstfang: info@touristguide.is

Gjöld:
Stéttarfélag: 1% af heildarlaunum (dregst af launum launamanns)
Sjúkrasjóður: 1,25% af heildarlaunum (mótframlag launagreiðanda)
Endurmenntunarsjóður: 0,25% af heildarlaunum (mótframlag launagreiðanda)
Starfsendurhæfingarsjóður: 0,10% af heildarlaunum (mótframlag launagreiðanda)
Iðgjald til lífeyrisjóðs: 14% af heildarlaunum, 4% frá launamanni, 10% frá launagreiðanda

Almenni lífeyrissjóðurinn annast móttöku félagsgjalda og sjóðagjalda.
Númer sjóðs: 955
Kennitala: 450290-2549
Bankareikningur: 513-26-410000
Aðsetur: Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Netfang skilagreina: skilagreinar@almenni.is
Sími: 510-2500, fax 510-2550

  • Til þess að teljast fullgildur félagsmaður og geta nýtt réttindi í sjóðum félagsins, þarf að hafa verið greitt fyrir félagsmann í sjóði félagsins í a.m.k. 6 mánuði af síðustu 18 mánuðum.