Leiðbeinandi reglur um öryggismál

skrifað 19. maí 2014
Leiðsögumenn í Hvalfirði 1

Ferðamálastofa gaf út leiðbeinandi reglur um öryggismál 2013 fyrir ferðaþjónustuaðila sem bjóða upp á afþreyingarferðir, þ.e. ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur. Það er ljóst að kröfur til ferðaþjónustufyrirtækja á þessu sviði munu aukast. Félag leiðsögumanna hvetur félagsmenn til að skoða öryggisreglurnar.

Reglurnar voru unnar af starfshópi sem í eru eftirtaldir fulltrúar: Helena Karlsdóttir, Ferðamálastofa, formaður Jónas Guðmundsson, Slysavarnafélagið Landsbjörg Gunnar Valur Sveinsson, Samtök ferðaþjónustunnar Bryndís Kristjánsdóttir, Félag leiðsögumanna