Launþegi eða verktaki

skrifað 07. okt 2015
Endumenntun H

Endurmenntun H.Í. verður með námskeiðið Launþegi eða verktaki fyrir félagsmenn í Félagi leiðsögumanna þriðjudaginn þriðja nóvember kl. 19:15 - 22:15.
Námskeiðið skiptist í þrjá meginþætti.
Í fyrsta þætti verður fjallað um réttindi launþega sem og þær skyldur hann ber samkvæmt lögum og kjarasamningum.
Í öðrum þætti verður rætt um hvað felst í því að vera verktaki og muninn á verktöku og launamennsku. Hér verða skoðuð réttindi og skyldur, t.d. þær sem varða starfsábyrgðartryggingar og fleira þeim tengt.
Þriðji þátturinn er skattalegur og verður gert grein fyrir þeim afleiðingum sem geta orðið þegar aðili gerir sig út sem verktaki en er launþegi í raun. Sérstaklega verður fjallað um þær breytingar sem gerðar voru á virðisaukaskattslögum um síðustu áramót í tengslum við stöðu verktaka. Umfjöllunin lýkur svo á gerð rekstarreiknings og framtali til skatts. Nánari upplýsingar og skráning hér.