Launamundur kynjanna mestur á Íslandi

skrifað 13. nóv 2015
Jafnrétti

Framfarir hafa orðið á Íslandi á undanförnum tíu árum en launamunur kynjanna er þó sá mesti á Norðurlöndum.

Hagstofur landanna hafa unnið saman í rúmt ár að því að safna samanburðartölum að beiðni Norrænu ráðherranefndarinnar. Markmiðið er að veita stjórnmálafólki í löndunum bestu fáanlegu upplýsingar þegar mótuð er stefna í jafnréttismálum en einnig að miðla þekkingu um norrænt jafnrétti til annarra landa.
Á vordögum gaf Norræna ráðherranefndin út fyrstu tölfræðihandbókina í vasabroti um norrænt jafnrétti, „Nordic Gender Equality in Figures“. Nú eru tölurnar komnar út í stafrænu formi og eru því enn aðgengilegri en áður. Sjá nánar á asi.is.