Launaleiðrétting frá 1. janúar 2016

skrifað 02. mar 2016

Kjarasamningar, sem undirritaðir voru í janúar og samþykktir af launþegum og atvinnurekendum í febrúar gilda frá 1. janúar 2016. Líklega er þannig háttað hjá flestum að ekki kom þessi hækkun, sem nemur 6.2%, ofan á janúar laun. Leiðsögumenn ættu að ganga eftir því við atvinnurekendur sína að fá þessa hækkun fyrir janúar greidda afturvirkt frá áramótum.
Ný launatafla hefur verið birt á síðu FL um launamál og má nálgast hér, þar sem þessi hækkun kemur fram.

Samkvæmt kjarasamningi, sem undirritaður var 1. júlí 2015, koma aðrar breytingar en þessi fasta launhækkun til framkvæmda 1. maí 2016. Má þar nefna að símakostnaður hækkar í 450 kr. pr. dag og álagskaup hækkar í að vera 70% ofan á dagvinnu. Fylgist því vel með því taflan gildir aðeins fram á vorið og þá breytist hún aftur.

Snorri Ingason
Formaður kjaranefndar