Nýjungar í kjarasamningnum

skrifað 22. júl 2015
Gönguferð

Ýmislegt nýtt er í kjarasamningi milli Samtaka atvinnulífsins og Samtaka ferðaþjónustunnar og Félags leiðsögumanna sem tók gildi 1. júlí 2015. Sjúkrasjóðsprósentan lækkaði úr 1,5% í 1,25%.
2.3.5 Sé leiðsögumanni gert að snæða með farþegum í lengri ferðum þar sem gist er á hóteli skal greiða fyrir þann tíma sem fer umfram 11 klst. eða semja sérstaklega um greiðslu fyrirfram.
2.3.8 Það hefur verið hluti af starfi leiðsögumanns í ferð að kynna aðrar ferðir á vegum ferðaskrifstofu og/eða þriðja aðila og taka niður pantanir í þær ferðir. Taki lausráðinn leiðsögumaður einnig við greiðslum (með reiðufé eða greiðslukorti) í slíkar ferðir skal samið um greiðslu fyrir það í ráðningarsamningi.
Kafli 7 um greiðslur í launa og veikindatilfellum er mikið til endurnýjaður. Fleiri breytingar eru í kjarasamningnum.

Hér er hægt að skoða samninginn