Landsáætlun um vernd náttúru og menningarsögulegra minja

skrifað 17. apr 2018

Umhverfisráðherra hefur lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu "um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018 - 2029" Þetta er heilmikil tillaga sem ráðherra mælir væntanlega fyrir á næstunni og stefnt er að því að afgreiða fyrir þinglok í vor. Sérstakur vinnuhópur hefur undirbúið þessa tillögu sem ætlað er að verða einskonar leiðarvísir varðandi ferðamennsku á landinu með tilliti til verndunar náttúru og minja.

Leiðsögumenn eru hvattir að kynna sér þingsályktunartillöguna og minnt er á að hver sem er getur svo sent inn athugsemdir við hana til viðkomandi nefndar Alþingis.

Hér má sjá Þingsályktunartillöguna

Það var ekki leitað til leiðsögumanna við undirbúning tillögunnar, en fulltrúum stjórnar félagsins var síðar boðið til viðræðna í Umhverifsráðuneytinu um hana og verkefnaáætlunina sem gildir í næstu þrjú ár. Þar er tilgreint fyrir árið í ár um fjárveitingar til framkvæmda á ferðamannastöðum. Þarna geta leiðsögumenn sem sé séð hvað á að gera í ýmsum stöðum í ár.