Landnámssýningin uppfærð

skrifað 28. feb 2014
Landnámssýningin

Í byrjun mars mun hefjast vinna við uppfærslu á Landnámssýningunni Reykjavík í Aðalstræti. Hún verður því lokuð 3. til 10. mars. Fyrirhugað er að bæta við upplýsingum úr fornleifarannsókn sem stóð yfir á árunum 2008 til 2012 á hinum svokallaða Alþingisreit, á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis. Niðurstöður úr þeirri rannsókn varpa nýju og skýrara ljósi á landnámstímabilið í Reykjavík. Ætlunin er að bregðast við því svo sýningin haldi gildi sínu sem nýstárleg og vel vönduð sýning. Um er að ræða samstarfsverkefni Alþingis og Minjasafns Reykjavíkur.