Lagarfljótsormurinn er til

skrifað 25. ágú 2014
lagarfljotsormurinn_hjortur_e_kjerulf

Meirihluti sannleiksnefndarinnar telur að myndband Hjartar Kjerúlf frá því í febrúar 2012 sýni sjálfan Lagarfljótsorminn. Sjö nefndarmanna töldu myndbandið sýna orminn, fjórir töldu svo ekki vera og tveir skiluðu auðu í atkvæðagreiðslu sem fram fór í hreindýraveislu Ormsteitis á Fljótsdalshéraði.
Sannleiksnefnd skipuðu:

Stefán Bogi Sveinsson, bæjarfulltrúi og formaður nefndarinnar

Sigrún Blöndal, forseti bæjarstjórnar

Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs

Anna Alexandersdóttir bæjarfulltrúi

Jónína Rós Guðmundsdóttir, fv. alþingismaður

Lára G. Oddsdóttir sóknarprestur

Rán Þórarinsdóttir líffræðingur

Hlynur Gauti Sigurðsson, landslagsarkitekt og myndatökumaður

Hulda Sigurdís Þráinsdóttir þjóðfræðingur

Dagur Skírnir Óðinsson félagsfræðingur

Þorvaldur P. Hjarðar svæðisstjóri

Magnús H. Skarphéðinsson skólastjóri

Arngrímur Vídalín miðaldafræðingur Hér má sjá myndbandið. Hér má sjá nánar frétt á ruv.is