Kristbjörg Þórhallsdóttir látin

skrifað 05. apr 2018
Kristbjörg Þ

Kristbjörg Þórhallsdóttir leiðsögumaður var einn af heiðursfélögum Leiðsagnar. Hún fæddist 22. október 1938 í Laufási í Bakkadal í Ketildölum í Arnarfirði . Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 28. mars 2018.
Útför hennar verður gerð frá Seljakirkju miðvikudaginn 11. apríl.

Kristbjörg starfaði sem þýskumælandi leiðsögumaður í yfir 30 ár og þekkti landið mjög vel . Áhugasvið hennar voru jarðfræði, saga, fuglar, þjóðsögur og mannlíf. Auk þess að ferðast með þýskumælandi farþega vítt og breitt um landið í áravís, kenndi hún við Leiðsöguskóla Íslands í um 25. ár. Hún kenndi þannig miklum fjölda leiðsögumanna og á sinn þátt í menntun og þróun starfs leiðsögumanna hér á landi.

Stjórn Leiðsagnar sendir ættingum og vinum Kristbjargar Þórhallsdóttur innilegar samúðarkveðjur vegna ándláts hennar, jafnframt sem stjórnin þakkar starf hennar í þágu leiðsögumanna í gegnum árin.