Klukk frítt tímaskráningar app

skrifað 07. jan 2016
Klukk app

Klukk er nýtt frítt tímaskráningar app fyrir Android/iOS sem ætlað er launafólki. Notandi skráir vinnutímana sína með Klukk og hefur þannig yfirsýn yfir unnar vinnustundir. Í klukk er hægt að virkja staðsetningarbúnað sem minnir notandann á að klukka sig inn og út. Einnig er hægt að senda sér tímaskráningarskýrslu úr Klukk á netfang viðkomandi. Nánar á www.asi.is/klukk
Hugmyndin að Klukk varð til eftir ábendingar frá stéttarfélögunum þar sem ítrekað koma inn á borð deilur um vinnutíma. Auk þess hafa nemendur rætt sama vandamál þegar fulltrúar ASÍ hafa farið í fræðsluheimsóknir í framhaldsskóla. Verkalýðshreyfingin er því að svara óskum unga fólksins með appinu. Inn í Klukk er sérstaklega bent á gildi þess fyrir launafólk að vera í stéttarfélagi.