Kjarasamningur á ensku

skrifað 10. júl 2018

Eftirspurn hefur verið eftir texta kjarasamnings Leiðsagnar á ensku eða öðrum erlendum tungumálum bæði af hálfu erlendra manna og kvenna, sem ráðin hafa verið til leiðsögustarfa hér á landi og vilja þekkja rétt sinn, en einnig af hálfu erlendra fyrirtækja, sem veita ferðaþjónustu hér á landi og vilja virða þær reglur sem hér gilda. Eins hafa þau þeirra, sem uppvís hafa orðið að því að fara á svig við reglurnar, bent á það sér til málsbóta að þau hafi ekki haft aðgengi að kjarasamningum á þeim skiljanlegu tungumáli.

Af þessum ástæðum réðst Leiðsögn í það að láta þýða kjarasamninginn á ensku, án 5. kafla hans og viðauka sem skipta þessa aðila ekki máli. Liggur hann nú fyrir og er einnig aðgengilegur á heimasíðunni undir flipunum Kjaramál > Kjarasamningar.