Kjaraviðræður Félags leiðsögumanna og SA og SAF

skrifað 04. maí 2015
Aðalfundur 2015 c

Fimmti samningafundur Félags leiðsögumanna og SA var haldinn miðvikudaginn 30. apríl og stóð í rúma tvo tíma. Á þessum fundi var haldið áfram að fara yfir gildandi kjarasamning með tilliti til breytinga á einstökum liðum samningsins. Fram til þessa hefur lítið verið rætt um beinar launahækkanir, heldur hefur aðaláherslan verið um endurskoðun á mörgum mikilvægum liðum fyrirliggjandi samnings. Samninganefnd, formaður og varaformaður FL sátu fundinn, en fremur þunnskipað var frá fulltrúum fyrirtækja innan SAF. Fram til þessa hefur ekki verið rætt um aðgerðir af hálfu Félags leiðsögumanna, hvað svo sem síðar verður. Samningaviðræðum verður væntanlega haldið áfram í næstu viku. KJ