Kjarasamningar undirritaðir

skrifað 02. júl 2015
Snorri Ingason

Á miðvikudagskvöld var undirritaður nýr kjarasamningur milli Félags leiðsögumanna og Samtaka atvinnulífsins. Deilunni var fyrir nokkru vísað til ríkissáttasemjara og eftir nokkra fundi þar var nýr kjarasamningur undirritaður eftir stöðug fundahöld í heilan dag. Snorri Ingason formaður samninganefndar félagsins kynnir samningana á sunnudagskvöld . Þeir gilda til 31. desember 2018 líkt og margir aðrir samningar sem gerðir hafa verið að undanförnu.