Nýr kjarasamningur Félags leiðsögumanna

skrifað 05. júl 2015
skjöldurinn

Kynningarfundur var haldinn sunnudaginn 5.júlí þar sem góður rómur var gerður að störfum kjaranefndar. Nýja samningnum var vel tekið og eru félagsmenn hvattir til að kynna sér samninginn og greiða atkvæði þegar atkvæðagreiðslan hefst 7. júlí.
Stjórn Félags leiðsögumanna hvetur félagsmenn til þess að samþykkja samninginn enda hefur mikið áunnist með þessum nýja kjarasamningi.
Hér er slóðin á skýringar með kjarasamningnum og kjarasamningurinn sjálfur.
Þeir sem hafa unnið að minnsta kosti 60 daga við leiðsögn síðustu 12 mánuði miðað við maí 2015 og hafa greitt til stéttarfélagsins á þeim tíma , hafa atkvæðisrétt.

Úr lögum Félags leiðsögumanna: Atkvæðisrétt hafa þeir sem eru með stéttarfélagsaðild og sem hafa greidd (eða hefur verið greidd fyrir) a.m.k. fjórfalt lágmarksgjald.

Gr. 8.2 b) atkvæðisrétt um kjarasamninga og verkfallsboðun hafa þeir einir sem greitt hafa a.m.k. fjórfalt lágmarksgjald til að öðlast stéttarfélagaðild sbr. gr. 4.2.
Úr grein 4.2. : Lágmarksgjald til að öðlast stéttarfélagsaðild samsvarar hundraðshluta fyrir a.m.k. 15 daga vinnu samkvæmt lægsta taxta félagsins á hverjum tíma. Þessar greiðslur skulu hafa borist á síðastliðnum 12 mánuðum.

Atkvæðisgreiðsla hefst þriðjudaginn 7. júlí 2015 kl. 12:00 og lýkur 17. júlí kl. 12:00.
Þeir sem hafa atkvæðisrétt fá sendar upplýsingar í netpósti eða bréfpósti varðandi atkvæðagreiðsluna. Þeir sem ekki hafa fengið þær upplýsingar 10. júlí en telja sig uppfylla skilyrði um atkvæðisrétt ættu að hafa samband við skrifstofu Félags leiðsögumanna. Skrifstofa félagsins í Mörkinni 6 er opin milli klukkan 12 og 15 og síminn er 588 8670. Hægt er að senda fyrirspurnir á info@touristguide.is