Kjaranefnd að störfum

skrifað 17. des 2014
Karanefnd  hjá ASI Kári tók myndina

Kjaranefnd Félags leiðsögumanna hefur að undanförnu haldið nokkra vinnufundi vegna væntanlegra kjarasamninga á næsta ári. Nefndarmenn hafa farið yfir gildandi kjarasamning lið fyrir lið með hliðsjón af „þjóðfundinum“ sem haldinn var um kjaramál leiðsögumanna í október á síðasta ári og félagafundi um sama efni í liðnum október. Á báðum þessum fundum komu fram margvíslegar og hagnýtar ábendingar frá þeim félagsmönnum sem mættu á fundunum. Núverandi kjaranefnd skipa Snorri Ingason , sem er formaður, Bergur Álfþórsson og Elísabet Brand og varamenn eru þau Guðlaug Jónsdóttir og Jens Ruminy. Á vinnufundunum hafa auk þess verið formaður og varaformaður félagsins ,- Örvar Már Kristinsson og Vilborg Anna Björnsdóttir auk Kára Jónassonar stjórnarmanns. Kjaranefndin þiggur með þökkum allar ábendingar félagsmanna varðandi væntanlega kjarasamninga. Hægt er að senda ábendingar í tölvupósti á póstfang félagsins : info@touristguide.is eða að hafa samband við nefndarmenn.