Keðja og festing fyrir félagsmerkið ásamt kortahaldara

skrifað 21. maí 2015
Hálsmerki 1

Til að koma til móts við þá fjölmörgu er síður vilja gata t.d. dýran Goretex fatnað eða annan fatnað með félagsnælunni er nú hægt að fá e.k. men eða festingu fyrir félagsmerkið. Um er að ræða ofna nælon festingu sem ætluð er til að hengja um hálsinn í keðju. Festingunni er lokað yfir lás og pinna nælunnar með riflás og í hann festist einnig kortahaldari t.d. fyrir félasskírteinið eða nafnmerki leiðsögumanns frá ferðaskrifstofu. Hægt er að lengja í kortahaldaranum til að bæta t.d. öðru merki við hálsmerkið eða fjarlægja vilji leiðsögumaður einungis bera félagsmerkið eitt sér.
Hengja má kortahaldarann lóðrétt eða lágrétt neðan í merkið sem er í "standard" kortastærð. Hægt er að nálgast hálsmerkið á skrifstofu félagsins eða í vefversuninni. Kostar hálsmerkið með keðju og kortahaldara kr. 2.000,- Félagsmerkið fylgir ekki og þarf að kaupa sérstaklega vanti það. Fyrir þá er vinna við erfiðustu aðstæðurnar t.d. í hellum eða þar sem leiðsögumaður ber bakpoka eða hætta er á að merkið flækist eða festist í ólum eða öðru þ.h. getur verið gott að líma lás nælunnar t.d. með hitalími úr límbyssu sem víða er til í verkfæra / föndurkistum á heimilum. Þá er auðvelt að halda festingunni hreinni því hún þolir að skolað sé af henni í sápuvatni.

Hálsfesting með tilh. kr. 2.000,-