Jón R. Hjálmarsson - andlát
Jón R. Hjálmarsson, einn af stofnendum Félags leiðsögumanna 1972 og heiðursfélagi Leiðsagnar, lést í dag, 12. nóvember 2018. Jón fæddist 28. mars 1922 í Vesturdal í Skagafirði. Að loknu búfræðiprófi, stúdentsprófi, cand. mag.-prófi í ensku, þýsku og sögu og cand. philol.-prófi í sagnfræði gerðist Jón skólastjóri í Skógum og síðar á Selfossi þar til hann varð fræðslustjóri á Suðurlandi til starfsloka. Auk annarra starfa sinnti Jón alla tíð margvislegum verkefnum á vetvangi menningar, sögu, þjóðfræða og ferðamennsku auk þess að stunda leiðsögn, sem hann gerði alveg fram á síðastliðið ár. Eftir hann liggja bækur um sagnfræði og þjóðlegan fróðleik af ýmsum toga sem margar hverjar eru leiðsögumönnum notadrjúgar. Á aðalfundi Leiðsagnar 2017 var ákveðið að gera Jón R Hjálmarsson að heiðursfélaga. Af því tilefni var honum afhent svohljóðandi heiðursskjal:
Jón R. Hjálmarsson
Heiðursfélagi Leiðsagnar - félags leiðsögumanna
Leiðsögn - félag leiðsögumanna gerir með bréfi þessu Jón R. Hjálmarsson að heiðursfélaga sínum.
Jón R. Hjálmarsson var einn af stofnendum Félags leiðsögumanna árið 1972 og hefur alla tíð verið vinsæll og fjölkunnugur leiðsögumaður, búinn einstökum hæfileikum til að miðla öðrum af ríkulegri þekkingu á sögu, menningu og náttúru landsins.
Auk starfa sem skólastjóri Héraðskólans að Skógum undir Eyjafjöllum og Fræðslustjóri Suðurlands vann Jón alla tíð að verkefnum sem tengjast ferðamennsku. Hann lagði uppbyggingu Byggðasafnsins að Skógum drjúgt lið og stóð að ritun og útgáfu á verkum um sögu og menningu héraðsins. Ritstörf Jóns á sviði sagnfræði og þjóðfræði eru víðkunn og verk hans eru leiðsögumönnum uppspretta fróðleiks og hugmynda.
Leiðsögn - félagi leiðsögumanna er heiður að því að hafa Jón R. Hjálmarsson innan sinna vébanda og samþykkti einróma á aðalfundi sínum 10. apríl 2017 að gera Jón R. Hjálmarssona að heiðursfélaga.
Fleiri fréttir
-
15. feb 2019Pistill frá forseta ASÍ
-
08. feb 2019Opnunartími skrifstofunnar
-
07. feb 2019Fyrsti fræðslufundur Leiðsagnar á nýju ári
-
06. feb 2019Félagsaðild
-
05. feb 2019Gylfi Guðmundsson - andlát
-
11. jan 2019Skyndihjálpar námskeið - First aid courses
-
04. feb 2019Kjarasamningar, staða og framvinda
-
05. feb 2019Veður viðvörun
-
01. feb 2019Sérsveit gegn skipulagðri brotastarfsemi
-
15. jan 2019Kjaraviðræður