Jólabókakvöld Leiðsagnar

skrifað 29. nóv 2017
bók4

Ágætu leiðsögumenn!

Nú er komið að því að slaka á, hittast og eiga notalega stund saman með kollegum á árlegu jólabókakvöldi Fræðslu- og skólanefndar Leiðsagnar. Bókakvöldið verður fimmtudaginn 7. desember kl. 20, í Cinema no2, Verbúð 2 að Geirsgötu 7b (efri hæð). Félagið býður upp á bjór, léttvín, gosdrykki og tilheyrandi.

Að þessu sinni verður dagskráin óvenju vegleg því fjórir höfundar munu kynna verk sín.
Þau eru:
Árni Tryggvason leiðsögumaður sem kynnir bók sína What, Where and How in Iceland.
Gísli Pálsson mannfræðingur sem kynnir bók sína Fjallið sem yppti öxlum.
Snæbjörn Guðmundsson jarðfræðingur sem kynnir bók sína Exploring Iceland’s Geology.
Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur sem kynnir bók sína Blóðug jörð, síðustu bókina í þríleik hennar um Auði djúpúðgu.

Vonumst til að sjá sem flesta og að leiðsögumenn fjölmenni í Cinema no2, þann 7. desember klukkan 20.
Vinsamlegast skráið ykkur á info@touristguide.is fyrir miðvikudaginn 6. desember svo hægt verði að panta nægar veitingar.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
Fræðslu- og skólanefnd