Jólabókakvöld Leiðsagnar

skrifað 29. nóv 2017
bók4

Ágætu félagar!

Þá er komið að árvissu jólabókakvöldi Leiðsagnar þar sem tækifæri býðst til að slaka á og eiga saman notalega stund. Bókakvöldið verður fimmtudaginn 6. desember kl. 20 í The Cinema, í verbúð 2 að Geirsgötu 7b (efri hæð). Félagið býður upp á léttar veitingar í anda aðventunnar.

Að þessu sinni munu þrír höfundar kynna verk sín sem ættu að höfða til leiðsögumanna með einum eða öðrum hætti. Þau eru:

Bryndís Björgvinsdóttir, sem er annar höfundar bókar sem heitir Krossgötur: álfatrú, álfabyggðir og bannhelgi á Íslandi. Í bókinni er fjallað um álfabyggðir, álfa- og dvergasteina, huldumannakletta, völvuleiði og fornmannahauga á Íslandi.

Ellert Grétarsson mun kynna bók sína Reykjanesskagi, þar sem fjallað er í máli og myndum um fjölbreytt náttúrufar Reykjanesskagans sem er um margt einstætt.

Loks mun Guðrún Nordal kynna bók sína Skiptidagar, sem er persónulegt ferðalag hennar um sögu Íslands og bókmenntir. Guðrún veltir upp spurningum um hvað lærdóma megi draga um Íslendinga í ljósi sögunnar og hvernig megi miðla því á nýrri öld.

Vonumst til að sjá sem flesta í The Cinema, þann 6. desember klukkan 20. Vinsamlegast skráið ykkur á info@touristguide.is fyrir miðvikudaginn 5. desember svo hægt hægt verði að áætla magn veitinga.

Fræðslu- og skólanefnd