Breskir fjölmiðlar velja Ísland sem áfangastað

skrifað 14. jan 2015
Aldeyjarfoss

Áfangastaðurinn Ísland var mjög áberandi í breskum miðlum í desember. Í Bretlandi er þetta tímabil sérstaklega mikilvægt þar sem janúar er sá mánuður þar sem flestir bóka sitt næsta frí. Samkeppnin um umfjöllun á þessum tíma er mjög mikil en ljóst er að verkefni Íslandsstofu skiluðu miklum árangri þegar fjölmiðlavöktun breska markaðarins er skoðuð.
Eftirfarandi miðlar eru á meðal þeirra sem tilnefndu Ísland, af fjölbreyttum ástæðum, sem áhugaverðan áfangastað fyrir árið 2015: Daily Mirror – 2015 hot list, The Independent – Top ten travel destinations for 2015, The Independent – Iceland amongst most googled holiday destinations in 2014, Superbreak – Destinations on the rise in 2015, Metro – 15 reasons why you must go to Iceland in 2015, Amazon.co.uk – Iceland reaches top three of guide book sales in December 2014, hinting at a big year ahead in 2015, The Guardian – Five of the best, The Evening Standard - Top destinations for 2015.
Ísland hefur einnig verið nefnt í Þýskalandi og Frakklandi í þessu samhengi.
Sjá nánar á:
http://www.islandsstofa.is