Ísgöngin í Langjökli

skrifað 08. jún 2015
Íshellir Langjökli

IceCave Iceland hefur að undanförnu unnið að greftri á íshelli í Langjökli. Göngin voru opnuð í síðustu viku. Þau eru 500 metra og liggja í hring. Ferðamennn eru fluttir á jökulinn, frá Húsafelli, eða jökulsporðinum, í sérútbúnum jöklarútum. Þegar komið er í tólfhundruð metra hæð, yfir sjávarmáli, liggur leiðin inn í jökulinn. Þetta hefur vakið gríðarlega athygli erlendis og útlitið er gott varðandi aðsókn, að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar, framkvæmdastjóra Icecave.