IceCave – stærstu ísgöng í Evrópu

skrifað 02. jún 2014
Langjökull

Stærstu ísgöng í Evrópu verða opnuð í Langjökli í maí 2015. Kynningarfundur um verkefnið verður þriðjudaginn 3. júní klukkan 15:30 á Icelandair Hotel Natura ,Vík 4. Ísgöngin í Langjökli eru áhuagverð viðbót við afþreyingarmöguleika fyrir ferðamenn, staðsett í ofanverðum Langjökli og verða opin minnst 8 mánuði á ári. Gerð ísganganna hófst snemma í vor og nú hafa verið grafin um 40 metra löng göng inn í jökulinn. Göngin verða alls um 800 metra löng. Í þeim verða alls kyns afkimar og afhellar sem verða notaðir undir sýningar, fræðslu, veitingasölu og fleira. Fullgerð verða göngin á meðal stærstu manngerðu ísganga í heimi. Sjá nánar á ferdamalastofa.is