Samspil náttúru og ferðamennsku

skrifað 21. sep 2015
bátur

IX Umhverfisþing verður haldið föstudaginn 9. október 2015 á Grand Hótel í Reykjavík. Umhverfisþing fjallar að þessu sinni um samspil náttúru og ferðamennsku.
Fyrir hádegi verða flutt inngangserindi um þessi efni en eftir hádegið verða erindi og umræður í tveimur málstofum.
Drög að dagskrá:
08:30 – 09:00 Skráning
Þingsetning
09:00 – 09:20 Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.
09:20 – 09:40 Ávarp heiðursgests: Susan Davies, forstjóri Scottish Natural Heritage. Erindið verður flutt á ensku.
09:40 – 09:55 Nemendur grunnskólanna á Hellu, Hvolsvelli og Þjórsárskóla kynna vistheimtarverkefni.
Kaffihlé
Ávörp
10:30 – 10:40 Fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga.
10:40 – 10:50 Fulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar.
10:50 – 11:00 Fulltrúi náttúru- og umhverfisverndarsamtaka.
Inngangserindi
Dr. Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands
Dr. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur og formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs
Almennar umræður
Matarhlé
Eftir hádegið verður þinginu skipt í tvær málstofur þar sem m.a. verður fjallað um vernd, skipulag og rekstur ferðamannastaða svo og stefnumótun, aðgengi og skipulag.
Þinginu lýkur kl. 16:15 með síðdegishressingu í boði umhverfisráðherra.
Nánar um skráningu á vefsíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.