Er IGC fyrir þig?

skrifað 27. nóv 2015
logo IGC

IGC stendur fyrir Inter Nordic Guide Club. Tilgangur IGC er að vinna að sameiginlegum hagsmunum norrænna leiðsögumanna með það að markmiði að samhæfa menntunn, launakjör og aðstöðu (starfsaðstöðu) þeirra á meðal. Markmiðið er að ná betri samstöðu sem gæti stuðlað að sameiginlegu afli félaganna til þess að koma sínum málum á framfæri.
Með félagsaðild í IGC fylgja afslættir, t.d. frír aðgangur að flestum söfnum á hinum Norðurlöndunum. Félagsmenn geta tekið þátt í mjög áhugaverðum ráðstefnum sem eru haldnar árlega um málefni leiðsögumanna og almennt um ferðamál á Norðurlöndunum. Leiðsögumenn í Félagi leiðsögumanna geta orðið félagsmenn í IGC.
Félag leiðsögumanna sér um greiðslurnar til IGC. Árgjaldið er 1.100 íslenskar krónur ( 70 sænskar krónur ). Þeir sem hafa áhuga á að gerast félagsmenn í IGC vinsamlegast leggið árgjaldið inn á reikning nr 0301-26-035107, kennitalan er 510772-0249. Greiðslan þarf að hafa borist fyrir 31.12.2015.