Hvernig á að lesa norðurljósaspár?

Miðvikudagur 13. nóv kl. 20

skrifað 06. nóv 2019

Miðvikudagskvöldið 13. nóvember mun Sævar Helgi Bragason koma í heimsókn og fjalla um norðurljós á fyrsta fræðslufundi vetrarins. Á fundinum verður stiklað á stóru um norðurljós, hvað skiptir máli þegar norðurljósaspár eru skoðaðar, hvernig KP-kvarðinn virkar, lágmarkið í sólblettasveiflunni og einnig hvað hægt er að sýna og segja frá á meðan beðið er eftir norðurljósunum.

Fundarstaður: Stórhöfði 25, efsta hæð

Fundartími: miðvikudagur 13. nóvember kl 20