Hverjir eru félagar í Félagi leiðsögumanna?

skrifað 30. nóv 2016
Skyrsla Holahaskola

Á afar vel sóttum félagsfundi FL þann 29. nóvember kynnti Anna Vilborg Einarsdóttir niðurstöður rannsóknar sem unnin var fyrir félagið á vegum Háskólans að Hólum og er um félagsmenn Félags leiðsögumanna.

Anna Vilborg nefndi að það hefðu verið vonbrigði að ekki fleiri félagsmenn hefðu tekið þátt í könnuninni, sem stóð yfir í 7 vikur á vormánuðum, þrátt fyrir að hafa þrisvar fengið ítrekun. Niðurstöðurnar gæfu engu að síður góðar vísbendingar um samsetningu félagsmanna, viðhorf þeirra til starfsins og til félagsins sjálfs.

Í skýrslunni, Starf og starfskjör leiðsögumanna og starfsemi Félags leiðsögumanna, er að finna allar spurningar og svör rannsóknarinnar, ásamt niðurstöðum hennar.

Kynningu Önnu Vilborgar á niðurstöðum rannsóknarinnar er hægt að lesa hér.