Hvalatalning á norðurslóðum sumarið 2015

skrifað 27. feb 2014
Hvalaskoðun

Fjölþjóðlegar hvalatalningar hófust á norðurslóðum árið 1987 og fóru yfirleitt fram á sex ára fresti. Þær hafa hins vegar ekki verið framkvæmdar frá árinu 2007, en þá fór fram mjög viðamikil talning norðurslóðaríkja og ESB. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, lagði fram minnisblað á fundi ríkisstjórnar í gær um þátttöku Íslendinga í hvalatalningu á norðurslóðum sumarið 2015.