Hvað viltu upp á dekk

skrifað 16. apr 2014
ferð konur

Fræðslu- og tengslaráðstefnan „Hvað vilt´upp á dekk?“ verður haldin dagana 5. -6. maí n.k. að Hótel Norðurljósum/Northern light Inn sem liggur nálægt Bláa lóninu. Ráðstefnan hefst kl. 11:00 5. maí og lýkur kl. 13:00 6. maí. Kvennaráðstefna ASÍ „Hvað vilt‘upp á dekk?“ var síðast haldin árið 2009 og tókst með endum vel og því var ákveðið að endurvekja þennan viðburð nú 5 árum síðar vegna fjölda áskorana. Við hvetjum allar talskonur verkalýðshreyfingarinnar að skrá sig og taka þátt þar með talið; kjörnir fulltrúar, starfsmenn, trúnaðarmenn og virkir félagar. Þema ráðstefnunnar í ár er VALD þar sem lögð verður áhersla á mismunandi birtingarmyndir valds út frá sjónarhóli kvenna. Ráðstefnan samanstendur af erindum, umræðum og hópavinnu. Markmið kvennaráðstefnunnar er að efla konur innan hreyfingarinnar og styrkja tengslanet þvert á landssambönd og félög. Verið er að vinna að metnaðarfullri dagskrá sem verður send út á næstu dögum. Mikilvægt er að forysta stéttarfélaga hvetji sínar konur til að fjölmenna á ráðstefnuna. Skráning fer fram á heimasíðu Félagsmálskólans – smelltu hér og þarf hún að berast eigi síðar en 28. apríl.