Húsfyllir á erindi Odds Sigurðssonar

skrifað 22. okt 2018
fundur 18

Um 70 áhugasamir leiðsögumenn komu saman í sal félagsins í Stórhöfða 25, þann 18 okt. til að hlýða á erindi Odds Sigurðssonar jarðfræðings: Jöklar á hverfanda hveli – hveljöklar hverfa.

Oddur fór í máli og myndum yfir hopunarsögu íslenskra jökla á afar fróðlegan og eftirminnilegan hátt, þar sem hann fléttaði saman gagnlegum upplýsingum og frábærum ljósmyndum sem hann hefur tekið af jöklum og ýmsu því smæsta í ríki náttúrunnar. Oddur hefur góðfúslega veitt leyfi til að myndirnar verið aðgengilegar á vef Leiðsagnar.