Hrefnum hefur fækkað

skrifað 26. nóv 2013
623327

Hrefnum hefur fækkað um meira en helming á grunnsævinu við landið. Líklegasta skýringin er hlýnun sjávar og er koma makrílsins á Íslandsmið talin renna stoðum undir það.
Brotthvarf hrefnunnar er ekki eina breytingin sem hefur orðið á sjónum í kring um Ísland síðustu ár. „Það hefur verið mjög hátt hitastig í sjónum eftir aldamót og það hefur orðið hliðrun til norðurs eins og sést á mörgum fisktegundum og fleiri þáttum lífríkisins.
Fækkun hrefnunnar er farin að hafa mikil áhrif á hvalaskoðunarfyrirtækin. Hlutfall ferða í Faxaflóa þar sem enginn hvalur sést er komið upp í átta prósent og hefur það aldrei verið svo hátt.
Sjá nánar á ruv.is