Höggmyndagarður opnaður 19. júní

skrifað 18. jún 2014
Hafmeyjan

Höggmyndagarður til minningar um upphafskonur íslenskrar höggmyndalistar verður opnaður í Hljómskálagarðinum fimmtudaginn 19. júní kl. 19.30. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, vígir garðinn og opinberar nafn hans. Að vígslu lokinni mun Auður Styrkársdóttir, forstöðukona Kvennasögusafns Íslands, leiða kvöldgöngu um kvennasöguslóðir í Kvosinni.

IMG_9804