Hjólað um Vestfirði

skrifað 07. júl 2014
Vestfirdir Snorri

Snorri Már Snorrason hjólar nú hringinn um Vestfirði í ferð sem hann kallar Skemmtiferðina. Hann lagði upp í ferðina í gær ásamt tveimur bræðrum sínum. Þeir hjóluðu frá Ísafirði til Bolungarvíkur, og aftur þaðan til Suðureyrar.Veðrið var með verra móti í gær en Snorri segist hafa leikið sér úti í verra veðri þegar hann var yngri og ver klæddur. Snorri Már Snorrason veiktist af parkinson fyrir 10 árum. Hann segist ekki í vafa um að hreyfing hafi hjálpað sér í baráttunni við sjúkdóminn. Sjá nánar á ruv.is