Heimsókn til Orkuveitu Reykjavíkur

skrifað 02. mar 2018
or - hópmynd

Fimmtudaginn 1. mars bauð Orkuveita Reykjavíkur félögum í Leiðsögn upp á kynningu á starfsemi fyrirtækisins og dótturfélaga þess, Veitna, Gagnaveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar. Um 70 manns þáðu boðið og fengu að launum kærkomið og yfirgripsmikið yfirlit um starfsemi OR.

Bjarni Bjarnason forstjóri fór í byrjun yfir helstu þætti starfseminnar og breytingar sem orðið hafa á síðustu árum, en síðan tóku við kynningar á ýmsum sviðum fyrirtækisins, m.a. hitaveitu, vatnsveitu, háhitavirkjunum á Nesjavöllum og Hellisheiði, fyrirhuguðum jarðhitagarði á Hellisheiði, umhverfisstarfi Orkuveitunnar og Gas í grjót verkefninu, CarbFix og SulFix, þar sem jarðhitagasi er dælt með vatni niður í berggrunninn þar sem það hvarfast og verður að silfurbergi og glópagulli. Orkuveitunni og starfsfólki þess eru færðar bestu þakkir fyrir frábærar móttökur.

or - hópmynd