Heimsókn í Perluna

skrifað 19. júl 2017
Ísgöng - perlan

Félagsmönnum hefur verið boðið í heimsókn í Perluna dagana 25. júlí og 27. júlí kl 18:00

Nú hefur sýningin Undur íslenskrar náttúru: Jöklar og íshellir verið opnuð í Perlunni. Að því tilefni hefur Perlan – Museum of Icelandic Natural Wonders boðið félagsmönnum Leiðsagnar í heimsókn dagana 25.júlí og 27.Júlí 2017. Þar munu félagsmenn vera leiddir í gegnum íshelli sem er fyrstur sinnar tegundar í heiminum, farið verður upp á glæsilega margmiðlunarsýningu þar sem leitast er við að fanga allt frá hinu stórbrotna í jöklum landsins til hins fíngerðasta. Eftir sýninguna stendur félögum til boða að kíkja upp á nýtt og glæsilegt veitinga- og kaffihús á 5. hæðinni.

Þeir sem vilja slást í hópinn eru beðnir um að skrá sig fyrir kl. 12 þann 25. júlí í gegnum netfangið info@touristguide.is og tilgreina hvorn daginn ætlunin er að fara.

Mæting er upp í Perlu stundvíslega klukkan 18:00 á heimsóknardag