Heimsókn í Lava Center á Hvolsvelli

skrifað 22. jún 2017
lavacenter

Miðvikudaginn 28. júní stendur félögum í Leiðsögn til boða að heimsækja Lava Centre á Hvolsvelli. Lagt verður af stað frá Stórhöfða 25 kl. 13 undir leiðsögn Sigmundar Einarssonar jarðfræðings.

Fræðst verður meðal annars um eldvirkni, jarðhita og jarðskorpuhreyfingar. Á Hvolsvelli mun Ásbjörn Björgvinsson markaðsstjóri taka á móti hópnum og segja frá starfsemi miðstöðvarinnar. Áætluð heimkoma verður um kl. 18.

Verð kr. 1.500.

Þeir sem vilja slást í hópinn eru beðnir um að skrá sig fyrir kl. 13, mánudaginn 26. júní í gegnum netfangið info@touristguide.is (mikilvægt er að nafn, kennitala og símanúmer komi fram er fólk skráir sig).

Greiðsla leggist inná reikning 0334-26-050543 kt: 510772-0249
(mikilvægt er að nafn þess sem greitt er fyrir komi fram í skýringu og staðfesting sé send á info@touristguide.is).

Sjá nánari upplýsingar um Lava Center: http://lavacentre.is/

Allar nánari upplýsingar veita:
Sigrún R. Ragnarsdóttir s: 852-2252
Tryggvi Jakobsson s: 893-7484

Fræðslu- og skólanefnd