Heiðas Traum

skrifað 23. júl 2018
Heiðas Traum

Heiðas Traum, þýðing á Heiðu bók Steinunnar Sigurðardóttur, kom út í dag, 23 júli 2018, hjá forlaginu Hanser Literaturverlage í München. Heiðas Traum - Draumur Heiðu - er vel valið nafn á bók sem er ekki bara heillandi lýsing á daglegum veruleika sérstæðrara manneskju í faðmi íslenskrar náttúru en einnig sterk mynd af þein böndum sem tengja hana við umhverfi sitt og þá draumsýn hennar að bjarga megi því til framtíðar og að manneskjan eigi að lifa í sátt við það í stað þess að fórna því á altar skammtíma hagsmuna.

Það lítur út fyrir að Heiðas Traum verði ekki til sölu í íslenskum bókaverslunum. Ekki eru taldar líkur á að sala hér yrði næg til að standa undir kostnaði við innflutning og dreifingu. Heiðas Traum er bókmenntaverk, sem fjallar um náttúru landsins og tengsl hennar við mannlíf og menningu. Það eru einmitt þeir þættir sem áratugum saman hafa verið eitt helsta aðdráttarafl fyrir ferðamenn frá þýskumælandi löndum, markaðssvæði sem fer nú hallloka fyrir skammtíma ferðalöngum í leit að stundarafþreyingu.

Það er vel þess virði að benda þýskumælandi gestum á að við kunnum enn að meta gömul gildi og leggjum rækt við bókmenntir og nátturu landsins. Það er hægt að gera með því að benda þeim á að Heiðas Traum er tilvalið lesefni þegar heim er komið eftir Íslandsferð. Bókin kostar 22 evrur í vefverslun forlagsins í Þýskalandi og 16,99 evrur sem rafbók. (https://www.hanser-literaturverlage.de/buch/heidas-traum/978-3-446-26032-0/)