Haustferð Leiðsagnar - skráning hafin

skrifað 21. maí 2019

Haustferð um norðurgosbeltið með Páli Einarssyni

Eins og kunnugt er urðu viðbrögð við forkönnun félagsins vegna væntanlegrar ferðar í haust um Norðurgosbeltið svo mikil og góð að ákveðið var að bjóða upp á tvær ferðir á sömu slóðir og með sömu ferðatilhögun. Því er hægt að velja á milli ferðar miðvikudaginn 25. og fimmtudaginn 26. september og annarrar ferðar laugardaginn 28. og sunnudaginn 29. september. Forkönnunin sýndi að öllu meiri áhugi var á síðarnefndu ferðinni en þeirri fyrri, þannig að skipuleggjendur áskilja sér allan rétt til að leitast við að jafna fjölda farþega í ferðunum tveimur. Annars gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær.
(Athugið: heildar fjöldi farþega takmarkast við 65 sæti í hvorri ferð og skráning er ekki endanlega staðfest fyrr en greitt hefur verið fyrir ferðina.)

Lausleg ferðatilhögun verður sem hér segir: Lagt verður upp frá Akureyri á miðvikudags- og laugardagsmorgni og komið við á flugvelli en síðan ekið áleiðis í Mývatnssveit þar sem skoðuð verða ýmis jarðfræðiundur við Mývatn og megineldstöðina Kröflu. Mögulega verður farið að Aldeyjarfossi á austurleið. Gist verður á Sel Hóteli við Skútustaði. Síðari daginn verður ekið að Dettifossi og í Hljóðakletta, komið við á Kópaskeri og farið um Öxarfjörð og Tjörnes aftur til Akureyrar.

Boðið verður upp á sætaferðir fyrir þá sem koma úr Reykjavík (ekki innifalið í verði). Lagt verður af stað norður kl. 13 þriðjudaginn 24. og föstudaginn 27. september og til baka frá Akureyri kl.18 á fimmtudags- og sunnudagskvöld 26. og 29. september.
(Athugið: Gert er ráð fyrir að þeir sem koma með sætaferðum að sunnan sjái sér sjálfir fyrir gistingu og fæði á Akureyri kvöldið fyrir brottför. Hægt er að fljúga norður með fyrsta flugi dagana 25. og 28. september og með seinasta flugi heim 26. og 29. september)

VERÐ:

Félagsmenn Leiðsagnar:
- 20.000 kr. gisting í tveggja manna herbergi.
- 25.000 kr. gistingu í eins manns herbergi.
ATH UPPSELT ER Í GISTINGU Í EINSMANNS HERB. Í FERÐINNI 28-29 SEPT.

Maki / gestur félagsmanns (utan félags).
- 32.000 kr. gisting í tveggja manna herbergi.

Sætaferðir fyrir félagsmenn sem koma að sunnan.
- 4.000 kr. fram og til baka.

Innifalið í verði eru rútuferðir um norðurland með leiðsögn, gistingu í Mývatnssveit, kvöldverðarhlaðborði og morgunverði.

SKRÁNING:

Til þess að skrá sig í ferðina þarf að senda tölvupóst á info@touristguide.is með eftirfarandi upplýsingum:

*Nafn, kennitala og símanúmer viðkomandi.
*Upplýsingar um hvora ferðina viðkomandi ætlar í og hvort hann muni nýta sér sætarferðir að sunnan.
*Upplýsingar um herbergisstærð og herbergisfélaga sem óskað er eftir.
*Ef maki / gestur þá nafn og kennitala viðkomandi.

Greiða skal fyrir ferðina í heild sinni inná reikning félagsins 0334-26-050543 kt: 510772-0249 og senda staðfestingu á greiðslu á netfangið info@touristguide.is eigi síðar en 17. júní 2019.

Athugið að skráning er ekki endanlega staðfest fyrr en greitt hefur verið.