Haustferð FL um Reykjanes

skrifað 15. sep 2015
haustlitir

Fræðslunefnd Félags leiðsögumanna stendur fyrir haustferð um Reykjanes laugardaginn 26. september n.k. Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri í Vogum verður leiðsögumaður. Farið verður um svæði sem nýlega varð aðili að „European Geoparks Network“ vegna merkilegra jarðfræði- og jarðhitaminja. Á þessu svæði er mikið um áhugaverða staði og menningarminjar og mun Ásgeir leiða hópinn og bjóða upp á óvæntar uppákomur eftir því sem veður leyfir.
Snætt verður í Salthúsinu og á boðstólnum er gúllassúpa, brauð og kaffi/te.
Brottför stundvíslega kl. 09:00 frá Mörkinni 6 og áætluð heimkoma um kl.18:00.
Verð 4000.- á mann. Mælt er með góðum skóm og útifötum miðað við árstíð og veðurútlit.
Skráning: Þátttakendur skrái sig á info@touristguide.is og senda nafn, kennitölu og símanúmer. Mikilvægt er að þessar upplýsingar fylgi.
Leiðsögumenn sem vilja sameinast í bíla á leiðinni frá Akureyri til Borgarness eru beðnir um að láta vita hvar eigi að taka þá upp við þjóðveginn.
Greiða skal ferðina fyrir brottför á reikning 0334-26-050543 – kt. 510772-0249. Ef annar en leiðsögumaður greiðir fyrir ferðina þarf nafn leiðsögumanns að koma fram í skýringu og upplýsingar um greiðandann í tölvupóstinum þegar leiðsögumaðurinn skráir sig. Annars gæti skráningin misfarist.
Upplýsingar um ferðina veitir fræðslunefndin (ekki skrifstofan).
Borgþór borgtor.kjaernested@gmail.com 8980359
Guðný Margrét milgme@libero.it 899 4957
Ölöf Erna oloferna@simnet.is 698 8033
Sigrún Ragnheiður solheimar@simnet.is 852 2252
Þórhildur thorhildur@gmal.com 864 8810